Haukar-ÍBV mfl.kvenna

Stelpurnar okkar mættu mjög vel stemmdar til leiks og unnu frábæran sigur 36-28 er þær tóku á móti ÍBV Ásvöllum í dag.

Það var ljóst strax á fyrstu mínútum leiksins og stelpurnar okkar voru mættar til að sigra, tilbúnar að gefa allt í leikinn. Þær skoruðu fyrstu fimm mörkin og höfðu algjöra yfirburði yfir gestina. Staðan var síðan 7-1, 9-2, 16-8. Síðustu mínútur fyrri hálfleiksins slaknaði á leik Hauka og ÍBV sótti sig í veðrið og minnkaði muninn 17-12 í hálfleik.

Í seinni hálfleik gerði ÍBV fyrsta markið en Haukar bættu í, skoruðu næstu þrjú og juku svo jafnt og þétt forskotið. Mestur var munurinn ellefu mörk.

Stelpurnar okkar voru að spila fanta vel og IBV sá vart til sólar. Frábær sigur og rosalega mikilvæg stig sem þær lönduðu í dag.

Haukar-ÍBV mfl.kvenna

Stelpurnar okkar tóku á móti nýkrýndum Bikarmeisturum ÍBV á Ásvöllum í kvöld. Þetta var mikill markaleikur sem endaði með sigri gestanna 34-39.
ÍBV byrjaði betur 2-5 en stelpurnar okkar jöfnuðu 6-6 eftir um 10 mín. leik. Síðan var jafnræði með liðunum, 9-9, 13-14 en undir lok fyrri hálfleiks sigu gestirnir framúr og var staðan 14-18 í hálfleik.
Í seinni hálfleik náðu stelpurnar okkar ekki að loka vörninni og hélt ÍBV forystunni út leikinn.

Markahæst var Ramune með 17 mörk.