Haukamenn geta komist nær titlinum

Á morgun, fimmtudag, geta Haukamenn stigi skrefi nær deildarmeistaratitlinum þegar þeir heimsækja Fram í N1 deild karla. Leikurinn fer fram í Safamýri, heimavelli Fram, og hefst klukkan 19:30.

Haukar eru fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar með 24 stig en Fram er í 3. sæti með 19 stig. Í öðru sæti eru hins vegar Valsmenn með 21 stig. Leikurinn á morgun er því mjög mikilvægur fyrir bæði lið.

Liðin hafa mæst tvisvar sinnum í vetur og hafa liðin skipt með sér sigrunum.

 

Liðin mættust fyrst þann 23. október á Ásvöllum þegar Framarar sigruðu með sjö marka mun, 27 – 20. Síðari leikurinn var svo í Safamýrinni þegar Haukar sigruðu nokkuð örugglega, 30 – 20. Því á búast við hörkuleik á morgun.

 

Bæði lið hafa leikið 16 leiki í N1 deildinni í vetur. Haukar hafa sigrað 12 af sínum leikjum og Fram 8. Fram hefur gert 3 jafntefli meðan Haukar hafa enn ekki gert jafntefli í vetur. Haukar hafa hins vegar tapað fleiri leikjum í vetur, hafa tapað fjórum á meðan Fram hefur tapað þremur.

Það er Sigurbergur Sveinsson sem er markahæstur í liði Hauka í vetur með 103 mörk. Næstur honum er Kári Kristján Kristjánsson með 62 mörk.

Hjá Fram er það Rúnar Kárason sem hefur skorað flest mörk, 121 talsins, en næstur á eftir honum er Andri Berg Haraldsson með 78 mörk.

En eins og áður segir hefst leikurinn klukkan 19:30 á morgun, fimmtudag, í Safamýrinni og hvetjum við alla til að mæta á völlinn og styðja sitt lið.