Haukamenn að gera góða hluti!!!!!!

Það er ekki of sögum sagt að meðlimir Skákdeildar Hauka hafi verið að gera góða hluti undanfarið. Fyrr á þessu ári varð Heimir Ásgeirsson fyrstur Haukamanna til að ná þeim árangri að fá að tefla í Landsliðsflokki á Skákþingi Íslands. Hann mun tefla í Landsliðsflokki á næsta ári. Sverrir Þorgeirsson varð í 4 sæti á Meistaramóti Skákskóla Íslands og fékk auk þess sérstök verðlaun fyrir 12 ára og yngri. Síðan vann Stefán Freyr Stigamót Hellis sem fram fór nú um helgina.
Það er greinilegt að það er bjart framundan hjá Haukum í skákinni.
Til hamingju Haukamenn!!!!!!!!