Á föstudaginn voru tilkynntir þrír landsliðshópar yngri landsliða hjá HSÍ. Um er að ræða U-15, U-17 og U-19 landslið karla.
U-15 og U-17 hóparnir eru kallaðir saman til æfinga um næstu helgi en U-19 landsliðið er valið fyrir keppnisferð til Frakklands þar sem liðið tekur þátt í Pierre Tiby Tournament 2008 mótinu. Í hópunum þremur eru 5 Haukamenn, einn í U-15 liðinu, einn í U-17 liðinu og þrír í U-19 liðinu.
Í U-17 liðinu var Arnar Daði Arnarsson valinn. Arnar Daði er á yngra ári 3. flokks.
Í U-19 liðinu eiga Haukar þrjá leikmenn. Það eru þeir Heimir Óli Heimisson, Tjörvi Þorgeirsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Allir þessir leikmenn leika með U liðinu og eru allir að banka á dyrnar hjá meistaraflokki. Þeir hafa allir verið í hópnum í vetur og síðasta vetur.
Við óskum þessum drengjum til hamingju með að vera valdir í landsliðshópa.