Haukamenn í U-17 ára úrtaki karla

HaukarUm helgina fara fram úrtaksæfingar hjá U-17 ára landsliði karla í knattspyrnu. Að þessu sinni eiga Haukar þrjá leikmenn í 36 manna hóp.

Það eru þeir Aran Nganpanya, Arnar Aðalgeirsson og Gunnar Örvar Stefánsson en allir eru þeir fæddir árið 1994 og eru hluti af fyrstu Íslandsmeisturum Hauka í knattspyrnu en þeir sigruðu Íslandsmótið sumarið 2007 í 4.flokki.

 

Æfingarnar fara fram í Kórnum í Kópavogi og er æfingin á laugardaginn klukkan 13:30 og svo er sunnudagsæfingin klukkan 10:30.

 

Við óskum strákunum góðs gengis á æfingunni og vonum að þeir haldi sér í hópnum sem og að bætist fleiri Haukastrákar í hópinn í vetur, en æft er aðra hvora helgi með undantekningum.