Haukamenn í 28 manna EM hópi

Birkir Ívar Guðmundsson er í 28 manna hópnum sem var birtur í dagEvrópska handknattleikssambandið birti í dag 28 manna hópa sem eiga rétt á að leika fyrir hönd sinna landsliða á Evrópumótinu í handknattleik sem fer fram í Austurríki í janúar á næsta ári. Þrír leikmenn meistaraflokks Hauka eru í hópnum auk leikmanna sem léku áður með Haukum. Það eru Birkir Ívar Guðmundsson, Gunnar Berg Viktorsson og Sigurbergur Sveinsson en auk þeirra eru mörg gamalkunnug Haukaandlit: Vignir Svavarsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kári Kristján Kristjánsson og Þórir Ólafsson.

Lið mega ekki tefla fram öðrum leikmönnum en koma fram á þessum lista í mótinu og þurfa þjálfarar að skila inn 16 manna lista fyrir mótið sjálft. Búast má við að Guðmundur Guðmundsson tilkynni um æfingahóp fyrir EM á næstunni.

Hér er listinn með öllum landsliðshópunum.
Frétt EHF.
Frétt mbl.is