Sjö unglingar úr körfuknattleiksdeild Hauka tóku þátt í Norðurlandamótinu sem haldið var í Svíþjóð um liðna helgi. Árangurinn var mjög góður og náði U16 kvenna þeim frábæra árangri að vinna alla sína leiki og verða Norðulandameistarar.
Í U16 kvenna voru þrjár stúlkur úr Haukum, Sylvía Rún Hálfdanardótt, Inga Rún Svansdóttir og Dýrfinna Arnardóttir. Spiluðu þær allar stórt hlutverk í sínu liði. Í lok mótsins var Sylvía valin í úrvalslið mótsins og jafnframt valinn besti leikmaður U16 kvenna. Frábær árangur hjá stelpunum.
Í U18 karla áttu Haukar líka þrjá leikmenn, Kára Jónsson, Hjálmar Stefánsson og Kristján Leif Sverrisson. Eins og í U16 kvenna þá spiluðu þeir allir stór hlutverk, Kári og Hjálmar í byrjunarliðinu í öllum leikjunum og Kristján fyrstur inn af bekknum. U18 lenti í II. sæti eftir tap á móti Finnum um titilinn í framlengdum leik.
Í U18 kvenna áttum Haukar einn leikmann, Þóru Kristínu Jónsdóttur. Þóra spilaði, líkt og aðrir leikmenn Hauka, stórt hlutverk í sínu liði og náði með góðri spilamennsku að vinna sér sæti í byrjunarliðinu og stór sig einstaklega vel.
Haukar óska þessum flottu íþróttamönnum til hamingju með frábæran árangur á Norðulandamótinu. Framundan er Evrópukeppnin hjá U18 ára karla og kvenna og óskum við þeim velfarnaðar í því móti. Jafnframt verður spennandi að sjá þessa flottu krakka spila með mfl. félagsins næsta vetur.
Jafnframt óskum við þeim Dýrfinnu, Ingu og Sylvíu til hamingju með að vera orðin Norðurlandameistarar – Frábær árangur.