Haukafólk í úrvalsliðum N1 deilda

Hanna Guðrún Stefánsdóttir er í úrvalsliði N1 deildar kvennaHanna Guðrún Stefánsdóttir, Freyr Brynjarsson og Sigurbergur Sveinsson eru fulltrúar Hauka í úrvalsliðum N1 deilda karla og kvenna fyrir fyrsta þriðjung deildanna. Aron Kristjánsson var ennfremur valinn besti þjálfari N1 deildar karla. Tilkynnt var um valið í dag.

Úrvalslið N1-deildar kvenna eftir fyrstu níu umferðirnar er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Markvörður: Berglind Íris Hansdóttir, Val
Línumaður: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val
Vinstri hornamaður: Rebekka Skúladóttir, Val
Skytta vinstra megin: Hrafnhildur Skúladóttir, Val
Miðjumaður: Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, FH
Skytta hægra megin: Alina Tamasan, Stjörnunni
Hægri hornamaður: Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum

Þjálfari: Stefán Arnarson, Val

Besti leikamaðurinn: Berglind Íris Hansdóttir, Val

Úrvalslið karla er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Besti markvörður: Hlynur Morthens, Val
Línumaður: Atli Ævar Ingólfsson, HK
Vinstra horn: Freyr Brynjarsson, Haukum
Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson, Val
Vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson, Haukum
Hægri skytta: Ólafur Guðmundsson, FH
Miðjumaður: Jónatan Þór Magnússon, Akureyri

Besti leikmaður: Ólafur Guðmundsson, FH

Þjálfari: Aron Kristjánsson, Haukum

Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson

Besta umgjörð: Akureyri handboltafélag