Í vetur verða nokkrir Haukamenn að leika með erlendum félagsliðum og ætlar heimasíðan að reyna fylgjast með þeim og flytja fréttir af þeim.
Þau Helena Sverrisdóttir, Elvar Traustason og Sigurður Einarsson leika erlendis í vetur. Helena í Bandaríkjunum með háskólanum TCU, Elvar Traustason með ABF sem er varalið danska úrvalsdeildarliðsins Bakken Bears og Sigurður Einarsson leikur með Horsens í dönsku 2. deildinni.
Sigurður Einarsson lék einmitt um helgina og var stigahæstur sinna manna í sigri á Lundegaard í dönsku 2. deildinni. Hann skoraði 28 stig en hans menn fóru með sigur 94-90.
Heimasíðan mun flytja fleiri fréttir í vetur af gengi okkar fólks.
Mynd: Sigurður Einarsson og Halldór Karlsson liðsfélagi hans hjá Horsens í Danmörku – Horsens BC