N1, Haukar og HSÍ standa fyrir skemmtilegri uppákomu á N1 Lækjargötu, Hafnarfirði laugardaginn 24.nóvember frá kl 12-13. Leikmenn meistaraflokks karla verða á staðnum, skotkeppni verður þar sem veglegir vinningar eru fyrir þá skotvissu og miðar verða gefnir á leik Hauka og Akureyri sem fram fer sama dag kl 17:00.
Nú er um að gera að fjölmenna á N1 Lækjargötu og ekki er verra að vera í Haukabúningnum.
ÁFRAM HAUKAR!