Hauka lutu í gras gegn Þór

HaukarHaukar mættu Þórsurum á Akureyri í gærkvöld í 1.deild karla í knattspyrnu. Okkar menn byrjuðu leikinn frekar illa og áttu í heild sinni frekar slakan fyrri hálfleik og var staðan eftir hann 1-0 fyrir Þór. Í síðari hálfleik tóku strákarnir aðeins við sér og náðu fljótlega að jafna metin og var þar að verki Magnús Páll Gunnarsson með góðum skalla eftir flotta fyrirgjöf frá Árna Vilhjálmssyni.

Þórsarar voru hins vegar ekki lengi að komast aftur yfir í 2-1 og því miður náðu okkar menn ekki að jafna metin þrátt fyrir ágætis tilraunir og var loka niðurstaðan því 2-1 sigur norðanmanna.

Eftir leikinn eru Haukar í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Fjölni sem er í öðru sæti. Þórsarar eru hins vegar í fjórða sæti deildarinnar, þrem stigum á eftir Haukum en Akureyringar eiga tvo leiki til góða.