Hanna heiðruð af HSÍ og Hafnarfjarðarbæ

Íþróttakona Hafnarfjarðar og handknattleikskona ársinsÞað er óhætt að segja að Hanna Guðrún Stefánsdóttir hafi sópað til sín viðurkenningum um áramótin. Eins og þegar hefur verið greint frá hér á síðunni var hún valin íþróttakona Hafnarfjarðar en Haukar tilnefndu Hönnu og Birki Ívar Guðmundsson til þeirrar viðurkenningar sem handknattleiksfólk Hauka á árinu 2009. Handknattleikssamband Íslands valdi hana síðan handknattleikskonu ársins. Haukasíðan óskar Hönnu innilega til hamingju með viðurkenningarnar.

Í umsögn HSÍ segir: „Hanna Guðrún Stefánsdóttir handknattleikskona er 30 ára gömul, fædd 11. febrúar 1979. Hanna hefur allan sinn feril leikið með Haukum. Hún leikur stöðu hornamans. Hanna hefir alla tíð leikið með Haukum fyrir utan eitt tímabil sem hún lék með Holstebro í Danmörku. Hanna hefur verið burðarás í liði Hauka og landsliðsins undanfarin ár og er frábær hornamaður sem skilar ávallt sínu og er öðrum handknattleikskonum glæsileg fyrirmynd. Þá hefur Hanna leikið 86 landsleiki og skorað 311 mörk í þeim.“