Hanna Guðrún skrifar undir nýjan samning

Hanna Guðrún Stefánsdóttir - mynd Pétur HaraldssonÁ fjölskylduhátíðinni á Ásvöllum á laugardag skrifaði einn af lykilleikmönnum meistaraflokks kvenna síðustu ára undir nýjan samning við félagið. Leikmaðurinn sem um ræðir er hinn magnaði hornamaður Hanna Guðrún Stefánsdóttir.

Samningurinn var undirritaður í herbergi Hauka í horni eftir karlaleik Hauka og Stjörnunnar þar sem meistaraflokkur karla fóru með sigur af hólmi eftir að meistaraflokkurkvenna höðu áður tapað gegn Stjörnunni.

Það er okkur Haukamönnum mikil ánægja að Hanna hafi skrifað undir nýjan samning og vonumst til að Hanna muni áfram vera einn af lykilmönnum kvennaliðsins.