Á sunnudaginn næstkomandi fer fram enn einn Hafnarfjarðarstórslagurinn og nú í Eimskipsbikarkeppni karla. Fer leikurinn nú fram í Kaplakrika og hefst klukkan 16:00.
Handhafar aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á bikarleik FH og Hauka í Eimskips bikar karla sem fram fer nk. sunnudag kl.16.00 geta nálgast miða á leikinn nk. laugardag, 5.desember, milli kl.12-14 Í Kaplakrika eða að Ásvöllum.
Miðar verða eingöngu afhendir gegn framvísun skírteinis og skilríkja.
ATH. Miðar verða ekki afhentir á öðrum tíma.
Tekið af: HSÍ.is