Mfl. karla í handbolta hóf undirbúningstímabilið sitt síðasta þriðjudag með nýjum þjálfara, Halldóri Ingólfssyni, en áætlað er að Íslandsmótið hefjist 30. september.
Eru allir leikmenn mættir nema Stefán Rafn, Heimir Óli og Guðmundur Árni sem eru í Slóvakíu með u-20 landsliðinu.
Fer mfl. á mót í Svíþjóð 18. ágúst til fyrrum félaga okkar og leikmanns Andrésar Kristjánssonar í Eskilstuna, en sonur hans Kristján þjálfar heimaliðið GUIF. Verður þar spilað við heimamenn auk Emperor Rostock frá Þýskalandi og Haslum frá Noregi.
Eftir heimkomu verður tekið þátt í Ragnarsmótinu á Selfossi og spilað við Fram 1. sept og Val 2. sept og síðan um sæti 4 sept. Verða þeir leikir sýndir beint á Sport TV.
Eins og áður hefur komið fram mætum við HC Conversano frá Ítalíu í EHF keppni og er það í þriðja sinn sem við mætum þeim. Spilað verður á Ítalíu 2-3 okt og síðan á Ásvöllum 9-10 október. Ekki er komin tímasetning á meistara meistarana leikinn.
Mfl. kvenna hefur sitt undirbúningstímabil í næstu viku en áætlað er að mótið hjá þeim hefjist 2. okt.
Nánar í næstu viku.