HANDBOLTI: EVRÓPULEIKUR Á MORGUN

EHF EUROPEAN CUP | HAUKAR VS. PARNASSOS STROVOLOU

Meistaraflokkur karla er kominn til Kýpur eftir langt ferðalag í gær. Heimamenn taka vel á móti okkar mönnum sem og veðrið með 29 stiga hita og sól. Frábær stemming er í hópnum fyrir leikinn á morgun og var tekin góð æfing í dag í höllinni.

Leikurinn á morgun hefst kl. 13:30 á íslenskum tíma ~ Hægt verður að horfa á leikinn á netinu en við munum setja inn link á “Haukar Topphandbolti” á facebook um leið og við getum.

ÁFRAM HAUKAR!