Handboltavertíðin formlega hafin

Haukar unnu góðan sigur á Valsmönnum þegar handboltavertíðin hófst með formlegum hætti í gærkvöldi með leik í Meistarakeppni HSÍ. Úrslit leiksins urðu 31 – 19 og var leikur okkar manna sannfærandi. Það er greinilegt að Halldór Ingólfsson skilar liðinu tilbúnu til leiks nú í upphafi vertíðar. Það var fyrst og fremst liðsheildin sem skóp þennan sigur. Varnarleikurinn gríðarsterkur og markvarslan í fínu lagi. Sóknarleikurinn var fjölbreyttur og fékk boltinn að fljóta vel milli manna. 

Stefán Rafn var markhæstur með 7 mörk en Heimir Óli og Þórður Rafn skoruðu 5 mörk hvor 

Fyrsti formlegi titill vertíðarinnar er kominn í hús og erum við ákaflega stolt af því.  

 

 

 

Aron varði vel í marki Hauka