Handboltaveislan er á morgun

HaukarEins og allir Hafnfirðingar ættu að vita er algjör handboltaveisla á Ásvöllum á morgun þegar tveir toppleikir í N1-deildum karla og kvenna fara fram. Sá fyrri hefst klukkan 14:00 þegar Haukar og Fram mætast í N1-deild kvenna.

Seinni leikurinn verður síðan ekkert stærri en þá mætast Hafnarfjarðarliðin, Haukar og FH í N1-deild karla en sá leikur hefst klukkan 16:00.

Tilhlökkunin fyrir leikjunum er orðin mikil og eru leikirnir báðir beðið með mikilli eftirvæntingu. Kvennalið Fram hefur að skipa einum sterkasta leikmannahópnum í deildinni og var spáð sigri í N1-deildinni í spá þjálfara,fyrirliða og forráðamanna liðana. Haukar og Fram eru jöfn á stigum fyrir leikinn með sex stig hvor eftir fjóra leiki.

Það þarf ekkert að fara með mörg orð um stemminguna fyrir karlaleiknum enda ættu allir að muna eftir leikjunum í fyrra sem voru fjórir talsins og troðfullt hús í öllum leikjunum. Og það ætti ekki að vera nein breyting á, á morgun þegar liðin mætast.

Haukaliðið er gríðarlega vel stemmt fyrir leiknum og eru engin meiðli í hópnum enda lítil ástæða til þegar svona leikur er í vændum. Leikmaður Hauka sem undirritaður talaði við talaði um að „Heiður Hafnarfjarðar“ liggi undir í þessum leik og ætli það sé ekki rétt hjá honum, það er svo miklu meira en tvö stig í N1-deild karla sem er undir í þessum leik.

Fjölmennum á völlinn á sunnudaginn, mætum í rauðu og verum með í leiknum – ÁFRAM HAUKAR.