Handboltaskóli Hauka er nú að fara á fulla ferð og mikið fjör. Það er ekki of seint að skrá sig en skólinn byrjaði í morgun og stendur næstu þrjár vikurnar eða til 19. ágúst. Kennslutími er frá 09:00 – 12:00 og kostar vikan kr. 2.500 fyrir hvern iðkenda og ef aðeins 500 kr. er bætt við fylgir hádegisverður með. Aðalkennarar skólans eru þeir Gísli Guðmundsson, yfirþjálfari yngri flokka hkd. Hauka, og Ægir Sigurgeirsson, þjálfari 3. og 4. flokks. Ásamt þeim taka meistaraflokksleikmenn þátt í kennslunni.
Það er hægt að skrá sig í skólann með því að smella HÉR.
Áfram Haukar!