Í dag voru 320 stúlkur 7-9 ára mættar til okkar Haukamanna á Ásvelli til að keppa í handbolta. Mótið var eitt af þremur mótum HSÍ og var að þessu sinni styrkt af Hafnarfjarðarbæ, Góu og Innes.
Hafnarfjarðarbær og Haukar gáfu verðlaunapeninga, Góa gaf Hraun og Innes Caprisonne ávaxtadrykk. Þá buðu Haukar foreldrum allra keppendanna á leikinn Haukar Fram í N1 deild kvenna á morgun sunnudag.
Leikið var eftir mótakerfi 7. flokks með mjúkbolta og 4 leikmenn í liði. Þetta mótakerfi tók HSÍ tók upp á síðasta keppnistímabili. En það var einmitt Haukamanneskjan Hulda Bjarnadóttir sem kynnti þetta að danskri fyrirmynd árið áður og voru Haukar þá þegar farnir að leika eftir þessu mótakerfi í hjá sínum 7. og 8. flokkum
Það er óhætt að segja að mörg stórgóð tilþirf hafi sést á vellinum hjá handboltakonum framtíðarinnar.
Haukar þakka stelpunum fyrir þátttökuna og við vonumst til að sjá ykkur allar á handboltavellinum aftur.
Handboltakveðja unglingaráð Hauka.