Á laugardaginn verður mikið um dýrðir hjá handboltafólki Hauka en þá verður Handboltadagur Hauka haldinn hátíðlegur. Sem kunnugt er eiga bæði karla og kvennalið félagsins heimaleik þennan dag. Stelpurnar hefja leik gegn Stjörnunni kl.13:30 og strákarnir eiga svo toppslag gegn Akureyri kl.15:45. Fjörið hefst hins vegar kl.12:30 þegar boðið verður upp á andlitsmálningu og sjoppann verður opin með pylsum og tilheyrandi góðgæti!
Dagskrá dagsins er á þessa leið:
kl.12:30 andlitsmálning og sjoppan opin með pylsum og tilheyrandi góðgæti
kl.13:30 Haukar-Stjarnan, N1-deild kvenna. Stelpurnar í 7. og 6. kvk hlaupa inn á með meistaraflokknum fyrir leik!
Milli leikja er vítakeppni fyrir börnin!
kl.15:45 Haukar – Akureyri, N1-deild karla. Strákarnir í 7.fl karla hlaupa inn á með meistaraflokknum fyrir leik!