Handknattleiksdeild Hauka samdi á vormánuðum við Halldór Harra Kristjánsson um stýra kvenna liði félagsins næstu tvö árin.
Halldór Harri hefur mikla reynslu af þjálfun úr íslensku og norsku úrvaldeildinni en hann kom til félgasins frá Moldö síðasta sumar og tók að sér þjálfun yngri flokka auk þessa að vera aðstoðarþjálfari í meistarfokk kvenna. Gísli Guðmundsson verður aðstoðarþjálfari auk þess að sjá um þjálfun markvarða hjá félaginu og gegna stöðu yfirþjálfara yngri flokka. Það verður verkefni Halldórs Harra og Gísla að halda utan um það frábæra uppbyggingastarf sem unnið er hjá félaginu.