Hafnarfjarðarmótið framundan

Eftir gott æfingamót í síðustu viku tekur meistaraflokkur karla þátt í öðru æfingamóti í þessari viku þegar Hafnarfjaðarmótið 2021 fer fram.
Mótið er að þessu sinni haldið í Kaplakrika og eru leikirnir eins og hér segir:
Þriðjudagurinn 24. ágúst
18:00 Haukar-Stjarnan
Fimmtudagurinn 26. ágúst
20:00 Haukar-Afturelding
Laugardagurinn 28. ágúst
13:00 FH-Haukar
Frítt er inn og áhorfendur velkomnir. Það er því um að gera fyrir Haukafólk að fjölmenna á völlinn. ÁFRAM HAUKAR!