Hafnarfjarðaslagur um sæti í Pepsí-deild kvenna

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/fram - haukar myndir  6.jpgÞað er ljóst eftir leiki dagsins að Haukar spila við FH um sæti í Pepsí-deild kvenna á næsta ári. Topplið B-riðils, Selfoss, vann í dag Fram 5-0 og Haukar unnu á sama tíma Völsung á Húsavík 1-0 með marki Dagbjartar Agnarsdóttur í fyrri hálfleik.  Selfoss er því með fjögurra stiga forskot á Hauka á toppi riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir, leikur Hauka og Selfoss á Ásvöllum laugardaginn 20. ágúst nk.

Í spjalli við Heimi Porca þjálfara Hauka eftir leikinn á Húsavík sagði hann Húsavíkurstelpur hafa verið sprækar og átt nokkur góð færi undan vindinum í fyrri hálfleik á sama tíma og hans stúlkur hafi virkað þreyttar eftir langt ferðalag í morgun. Haukastúlkur hafi hins vegar verið

sterkara lið á vellinum og náð að halda sigurgöngu sinni áfram. Sex sigrar í röð og Dúfa Dröfn markvörður hefur haldið markinu hreinu þessa sex leiki.

Heimir sagði í lok spjalls ferðina á Húsavík vera skemmtilega og að góð stemning væri í hópnum. Nú væri ljóst að Haukar spila við FH tvo leiki um sæti í Pepsí-deildinni og sagði hann Haukastúlkur hlakka mikið til að spila þá leiki.

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/volsungur mynd to 3.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

15.8.2011. Gunnar Baldursson var á leiknum á Húsavík á laugardag og sendi okkur í dag eftirtaldar myndir:

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/gb.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/gb1.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/gb3.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/gb2.jpg