Hafnarfjarðarslagur í Schenkerhöllinni á laugardaginn

Haukar vs. FH. 12. umferð Olísd. kv. 17. jan. 15Nú á laugardaginn kl 16:00 taka stelpurnar okkar í handboltanum á móti FH. FH, sem er í 10. sæti deildarinnar með 6 stig, fóru hægt af stað í deildinni en liðin mættust einmitt í fyrsta leik mótsins í haust. Haukastelpur unnu þá viðureign með 20 marka mun 11-31 þar sem FH stúlkur spiluðu vafalítið LANGT undir getu.
Okkar stelpur hafa sýnt okkur í vetur að þær eigi heima meðal þeirra bestu enda unnu þær sannfærandi sigur á efsta lið deildarinnar, Fram, í síðustu umferð.  Þrátt fyrir að okkar stelpur séu með helmingi fleiri stig en FH  má búast við hörkuleik á laugardaginn og hvetjum við allt Haukafólk til að mæta á leikinn og skemmta sér með okkur.
Haukar ætla að bjóða öllum foreldrum krakka í leikjaskóla barnanna  á leikinn og geta þeir vitjað miða í afgreiðslunni á leikdag.

Áfram Haukar!