Hafnarfjarðarmótið hefst á morgun

HaukarUndirbúningurinn fyrir N1-deildina er í fullum gangi hjá öllum liðunum í deildinni. Nokkur undirbúningsmót hafa farið fram, Ragnarsmótið á Selfossi og Opna Reykjavíkurmótið sem hefur verið í umræðunni að undanförnu. En næsta mót er Hafnarfjarðamótið sem fram fer um helgina og taka fjögur lið þátt í því móti og líklega þau fjögur sterkustu á landinu um þessar mundir. 

 

Þá er verið að tala um Hauka, FH, Val og Akureyri sem talin eru vera þau fjögur lið sem munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er annað árið í röð sem þetta mót er haldið en í fyrra kom eitt erlent lið. Það muna kannski einhverjir eftir því móti en þar sigruðu Haukarnir lið FH, með einhverjum fimmtán mörkum. En þessi lið mætast á laugardaginn klukkan 16:00.

 

Mótið hefst á fimmtudaginn, en leikið er svo á föstudaginn og mótinu lýkur svo á laugardaginn. Frítt er á leikina og hvetjum við þá alla Hafnfirðinga til að mæta á mótið en leikið er í Strandgötu.

Leikjaskipulagið er eins og hér segir:

Fimmtudagur 24. september

Kl. 18:00 FH-Valur
Kl. 20:00 Haukar-Akureyri

Föstudagur 25. september
Kl. 18:00 Haukar-Valur
Kl. 20:00 FH-Akureyri

Laugardagur 26. september
Kl. 14:00 Valur-Akureyri
Kl. 16:00 Haukar-FH