Hafnarfjarðarmót Sjóvá 5.fl.kv

Um helgina höldum við Haukafólk mót hjá 5.flokki kvenna. Mótið verður haldið á Ásvöllum og á Strandgötu. Mótið er stórt, keppt A, B og C liðum. 13 lið taka þátt í keppni A liða, 14 lið taka þátt í keppni B liða og í keppni C liða taka þátt 10 lið. Samtals verða því 37 lið sem keppa á mótinu. Leikirnir verða samtals 98 talsins. Mótið hefst klukkan 16:20 á föstudag og stendur til 21:00. Á laugardag verður spilað frá 8:20 til 21:00 og á sunnudag verður spilað frá 8:20 til 14:20. Þetta mót er 1. deildarmót 5.flokks. Búið er að spila á einu móti sem haldið var í Vestmannaeyjum. Það mót var Íslandsmót. Það mót sigraði Fylkir í flokki A liða, Grótta 2 í flokki B liða og ÍR í flokki C liða. Haukar höfnuðu í 2. sæti A liða og Valur í 3. sæti, í flokki B liða hafnaði Fylkir í 2. sæti og Fram í 3. sæti og í flokki C liða hafnaði Grótta 2 í 2. sæti og Grótta 1 í 3. sæti. Mótafyrirkomulag er þannig að leikið er í tveimur deildum í hverjum flokki, A B og C. Í 1. deild A liða og 1. og 2. deild B liða eru 7 lið. Í 2. deild A liða eru 6 lið og í 1. og 2. deild C liða eru 5 lið. C liðin leika á föstudag og laugardagsmorgni, 2. deild B liða leikur á föstudag og eftir hádegi á laugardag, A liðin leika á laugardag og sunnudag eins og 1. deild B liða. Við hvetjum alla til þess að mæta og fylgjast með ungum og efnilegum handknattleiksmönnum framtíðarinnar á Ásvöllum og á Strandgötunni um helgina. Mótaniðurröðun má nálgast hér.