Hafnarfjarðarmót Actavis og Hauka

Fylkir, sigurvegarar 1. deildarUm helgina tóku um 250 stúlkur þátt í Hafnarfjarðarmóti Actavis og Hauka fyrir yngra ár 5. flokks kvenna í handbolta. Mótið hófst á föstudag og stóð yfir til laugardagskvölds. Mótið tókst vel í alla staði og flestir þátttakendur fóru glaðir heim að loknu móti.

Leikið var í fimm riðlum, þriggja deilda, þ.e. 1. deild, 2. deild a og b riðli, og 3. deild a og b riðli. Sigurvegarar hvers riðils fengu verðlaunapeninga auk þess sem sigurvegarar fyrstu deildar fengu bikar í verðlaun.

Sigurvegar í 3. deild voru Fjölnir og Víkingur. 

Í 2. deild sigruðu: ÍBV og Stjarnan.

Sigurvegari 1. deildar var svo Fylkir.

Hér að neðan eru myndir af sigurvegurum mótsins.

Stjarnan, sigurvegarar 2. deildar bFjölnir sigurvegar í 3.deild aVíkingur, sigurvegarar 3. deild b

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafnarfjarðarmót Actavis og Hauka

Um helgina fer fram Hafnarfjarðarmót Actavis og Hauka fyrir 5. flokki kvenna í handbolta. Mótið fer fram á Ásvöllum og í Strandgötu. Mótið hefst klukkan 15.40 á föstudag og líkur klukkan 19.00 á laugardag. 
 
Áætlað er að í kringum 200 stúlkur muni taka þátt í mótinu en samtals eru skráð til leiks 25 lið frá 15 félögum. Við hvetjum fólk til að mæta á Ásvelli um helgina og fylgjast með leikmönnum framtíðarinnar, en eflaust leynast einhverjar landsliðskonur framtíðarinnar í hópi þátttakenda.

Hafnarfjarðarmót Actavis og Hauka

Mótaniðurröðun fyrir helgina er hægt að nálgast með því smella hér.