Nú styttist í leikinn á móti Grosswaldstad hér í Þýskalandi sem hefst klukkan 19.00 að staðartíma í dag. (18.00 íslenskum) Haukaáhorfendur sem eru fjölmargir hérna úti eru að koma sér í gírinn fyrir kvöldið, æfa klappið, greiða hárið og máta rauða dressið. Við vitum að strákarnir munu gefa sig allan í þenna leik sem og við sem á pöllunum hér úti, við ætlum svo sannarlega að leggja okkar af mörkum líka. Þið sem heima sitið getið fylgst með textalýsingu af leiknum á heimasíðu Grosswaldstadt svo endilega verið tengd og sendið baráttustrauma hingað út, það virkar alltaf. Bestu kveðjur heim frá hressum Haukaaðdáendum – ÁFRAM HAUKAR