Hátíð á Ásvöllum á morgun, þriðjudagskvöld kl. 19:00

Það verður hátíð á þriðjudagskvöld þegar Haukar spila við ÍR í 1. deild kvenna á Ásvöllum. Leikurinn sjálfur hefst kl. 20:00 en á undan leiknum eða frá kl. 19:00 mun meistaraflokksráð kvenna hjá Haukum bjóða gestum upp á grillaða hamborgara. 

Haukastelpur eru ákveðnar í að skila þremur stigum í hús eftir rýra uppskeru undanfarna tvo leiki. Haukastelpur gera sér grein fyrir því að ekkert nema sigur heldur þeim inni í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina um sæti í úrvalsdeild á næsta ári. Tvö efstu liðin komast í úrslitakeppnina en Haukastelpur eru í 3. sæti með 9 stig eftir 5 leiki. Sjá nánar á http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=24186

Stuðningsmenn Hauka eru hvattir að til að mæta vel og styðja stelpurnar okkar til sigurs og njóta um leið veitinga í boði meistaraflokksráðs kvenna hjá Haukum. 

 

Áfram Haukar!