Gunnar Birgir frá út tímabilið

Það dregur vart til tíðinda þegar Gunnar Birgir Sandholt meiðist en Gunnar þurftir að yfirgefa leikvöllinn þegar fyrri hálfleikur var að klárast gegn Njarðvík í Subwaybikarnum.

Í fyrstu leit út fyrir að Gunnar hafði snúið sig illa en þegar nánar var á litið reyndust meiðsli hans vera meiri en smá snúningur á ökkla. Gunnar sleit hásin á hægri fæti og hefur því lokið þátttöku sinni í körfuknattleik á þessu tímabili. Kallað var á sjúkrabíl og fluttu sjúkraflutningamenn hann á sjúkrahús.

Janúarmánuður virðist vera tími hásinaslita í Haukaliðinu en akkurat fyrir ári síðan sleit Emil Örn Sigurðarson, leikmaður Haukaliðsins, hásin á sama fæti.

Mynd: Gunnar Birgir var fluttur úr íþróttahúsinu í Njarðvík af sjúkraflutningamönnum – stefan@haukar.is