Gullhátíð Hauka – Lokahóf handknattleiksdeildar 12. maí

HaukarEinu glæsilegasta handknattleikstímabili Hauka er nýlokið. Á morgun, miðvikudaginn 12. maí, ætlar Haukafólk að koma saman að Ásvöllum og fagna árangrinum á GULLHÁTÍÐ HAUKA – lokahófi handknattleiksdeildar. Á hófinu verður farið yfir árangurinn í vetur í máli og myndum, veittar verða viðurkenningar og dansað fram á rauða nótt. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:30. Á boðstólnum er glæsilegur meistarakvöldverður frá RedFood, sjá matseðil hér að neðan. Miðaverð er 2.900 kr. og verða miðar afhentir við innganginn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti til Ásdísar haukar1310@gmail.com. Að loknum kvöldverði og hefðbundinni dagskrá er miðaverð 1.000 kr.

 

Meistarakvöldverður frá RedFood:
Forréttir: Sveita paté með rauðlaukssultu og rifberjahlaupi, ostasalat,nauta carpaccio með ferskum parmesan og lime, ferskur lax í sítrus
Aðalréttir: lambalæri í ferskum kryddjurtum og grísahnakki í piparkryddi
Meðlæti:Villisveppasósa, gratin kartöflur, ofnbakaðar kartöflur með ferskum kryddjurtum, ferskt salat með sólþurrkuðum tómötum og fedaosti, nýbakað brauð