Guðmundur Bragi lánaður til Aftureldingar

Haukar hafa lánað tímabundið hinn efnilega Guðmund Braga Ástþórsson til Aftureldingar. Guðmundur Bragi hefur verið að fá fleiri og fleiri tækifæri hjá meistaraflokki Hauka ásamt því að vera lykilmaður í U-liði félagsins og á síðasta tímabili var hann valinn efnilegasti leikmaður Grill 66 deildarinnar. Einnig varð hann Íslandsmeistari með 3. flokki félagins þar sem hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins.

Guðmundur Bragi var um tíma á síðasta tímabili lánaður einnig til Aftureldingar þar sem hann stóð sig vel á meðan Afturelding var í miklum meiðsla vandræðum. Nú er sama upp á teningnum og mun Guðmundur spila með Aftureldingu tímabundið.

Haukar óska Guðmundi góðs gengis í Mosfellsbænum og hlakka til að fá hann aftur reynslunni ríkari.