Haukar hafa fengið liðsstyrk fyrir titilvörn næsta vetrar en landsliðskonan og bakvörðurinn Guðrún Ámundadóttir hefur gengið til liðs við Hauka á ný.
Guðrún lék með KR á nýafstöðnu tímabili og varð hún Subway-bikarmeistari með þeim röndóttu. KR-ingar léku einnig til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en töpuðu í fimm leikjum gegn Haukum.
Á nýliðinni leiktíð var Guðrún með tæp átta stig að meðaltali í leik.
Guðrún þekkir vel til Hauka en hún lék með liðinu á uppgangsárum þess en hún kom til Hauka frá Borgarnesi árið 2003. Lék hún næstu fjögur tímabil með Haukum og vann t.a.m. 2. deildina Íslandsmeistaratitilinn tvisvar sinnum ásamt því að verða bikarmeistari jafn oft.
Guðrún sem er 22 ára hefur leikið undanfarin tvö ár með KR en er nú komin heim á ný og bíður heimasíðna hana velkomna á Ásvelli á ný.
Mynd: Guðrún í leik gegn Keflavík á nýafstöðnu tímabili – nonni@karfan.is