Guðjón Pétur heldur til Danmerkur

Guðjón Pétur er nú við æfingar hjá Brabrand.Í nótt flaug miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson til Danmerkur en þar mun hann dvelja í mánuð og nærast og dveljast hjá föður sínum, Lýði Skarphéðinssyni.

Guðjón verður ekki ráðalaus í Danmörk en hann mun æfa með 1.deildarliðinu Brabrand á meðan dvölinni stendur og leika með þeim æfingaleiki en nú er vetrafrí í dönsku deildinni.

 

Guðjón mun síðan koma heim eins og fyrr segir eftir rúman mánuð og vera tilbúinn í slaginn í Lengjubikarnum en fyrsti leikur Hauka er gegn Grindavík 23.febrúar í Reykjaneshöllinni.

 

Vænta má viðtal við Guðjón á næstu dögum. Þangað til næst minnum við á æfingaleikinn gegn ÍBV á morgun klukkan 16:30 í Kórnum.