Skokkhópur HAUKA hefur vaxið og dafnað undanfarin misseri. Skemmtilegar æfingar og enn skemmtilegri félagsskapur hefur orðið til þess að gera Skokkhóp HAUKA að einum eftirsóttasta og jafnframt stæðsta hlaupahóp landsins.
Flestir hlaupahópar skrá öll sín hlaup inn á síðunni hlaup.com. Til marks um hve öflugur Skokkhópur HAUKA er þá tók okkur ekki nema um tvo mánuði að verða þar í fremstu röð. Engin hópur hefur eins marga skráða félaga inn á þessari síðu. Frá upphafi höfum við alltaf verið eitt af fjórum efstu liðunum þegar kemur að hlaupnum kílómetrum á mánuði. Þegar þetta er skrifað erum við öðru sæti yfir hlaupna kilómetra en langefst ef félagafjöldi er skoðaður.
Hápunktur sumarsins fyrir hlaupahópa er Reykjavíkurmaraþonið. Skokkhópur HAUKA lætur ekki sitt eftir liggja þar og mætir með gríðarlega stóran og öflugan hóp.
Vel yfir fimmtíu félagar hafa skráð sig til leiks. Flestir í hálfmaraþonið eða tuttugu og sjö. Tuttugu og þrír í tíu kílómetrana. Þrír í heilt maraþon og nokkrir í skemmtiskokkið.
Þetta er fólk á öllum aldri, af báðum kynjum með það eitt að leiðarljósi að sigrast á eigin markmiðum. Maraþon og hálfmaraþon leggur af stað 8.40 á laugardagsmorguninn en tíu km. hlaupararnir leggja stað kl. 9.30.
Að sjálfsögðu eru allir HAUKArar stórir sem smáir, nær og fjær hvattir til að mæta og hvetja sitt fólk.