Góður hagur

Fjölmennur aðalfundur félagsins var haldinn nýlega í Samkomusalnum.

Fram kom í ársskýrslu að hagur félagsins er með miklum ágætum, – öflugt, vaxandi íþróttastarf og gróskumikið félagsstarf. Miklar vonir eru bundnar við byggingu knatthúss af bestu gerð.

Stjórn félagsins er þannig skipuð næsta starfsár: Formaður Samúel Guðmundsson, varaformaður Valgerður Sigurðardóttir, gjaldkeri Guðborg Halldórsdóttir – aðrir í stjórn eru: Þorgeir Haraldsson, Elva Guðmundsdóttir, Eiður Arnar Pálmason, Jón Björn Skúlason, Bragi Hinrik Magnússon, Tóbías Sveinbjörnsson, Soffía Helgadóttir, Kristján Ó Davíðsson og Bjarni H Geirsson.

Góðum fundi lauk með veisluhlaðborði í boði aðalstjórnar félagsins.

Ársskýrslu síðasta árs má finna á heimasíðu félagsins.