Glæsilegur 4-0 sigur á Gróttu – Björgvin með þrennu!

0I3A2311

Björgvin skoraði þrennu Ljósm.: Hafliði Breiðfjörð, Fotbolti.net

Haukar unnu glæsilegan 4 – 0 sigur á Gróttu í gærkvöldi á Ásvöllum þar sem Björgvin Stefánsson

skoraði þrennu.

Aron Jóhannsson gerði fyrsta mark leiksins á 43 mínútu sem var algjört drauma mark; skot fyrir utan

vítateig í skeytin, óverjandi fyrir markvörð Gróttu.

Staðan 1-0 í hálfleik en fólk var varla sest í seinni hálfleik þegar Björgvin Stefánsson nýtti sér mistök

Gróttu-manna og kom okkar strákum í 2-0.

Björgvin var þó hvergi nærri hættur og bætti við tveimur mörkum en hann hefur nú skorað sex mörk í

sumar.

Með sigrinum komust Haukar upp í 6. sæti deildarinnar með 9 stig en um var að ræða eina leik 7.

umferðar. Umferðin heldur áfram á sunnudag og lýkur á þriðjudag. Grótta situr á botninum með 1

stig.

Fotbolti.net er með flotta umfjöllun um leikinn sem hægt er að skoða með því smella á eftirtalda

hlekki:

Fotbolti.net – Skýrslan

Fotbolti.net – Myndaveisla

Fotbolti.net – Viðtal við Björgvin

Sport TV – Svipmyndir úr leiknum