Glæsilegur sigur Haukastráka í Meistaradeildinni

Meistaradeild EvrópuMeistaraflokkur karla í handbolta lék sinn fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Leikurinn var gegn úkraínska liðinu ZTR Zaporozhye og fór leikurinn fram á Ásvöllum. Strákarnir unnu glæsilegan sigur, 26-25 eftir glæsilega baráttu í lok leiksins. 

Leikurinn byrjaði nokkuð jafn og skiptust liðin á að skora í upphafi fyrri hálfleiks. Þegar fram í miðjan hálfleikinn var komið náðu gestirnir 3 marka forskoti sem þeir náðu að halda nokkuð lengi. Staðan í hálfleik var 17-13 gestunum í vil.
 
Í byrjun síðari hálfleiks virtist leikurinn ætla að spilast mjög svipað og sá fyrri. Gestirnir höfðu áfram gott forskot lengst af hálfleiknum en þegar tæpar tíu mínútur voru eftir náðu Haukastrákarnir að minnka muninn og loksins jafna 22-22. Haukar sigruðu svo 26-25.
 
Markahæstir í liði Hauka voru þeir Sigurbergur Sveinsson og Freyr Brynjarsson með 4 mörk hvor.
 
Haukastrákar eru því komnir með 2 stig í riðlinum og eru jafnir Vezprém eftir fyrsta leik en Vezprém sigraði lið Flensburgar í dag.
 
Strákarnir halda til Flensburgar í vikunni og leika þar gegn liði Flensburgar. Við munum fjalla um lið Flensburgar og leikinn gegn Flensburg alla vikuna.