Giedrius valinn í landsliðshóp Litháen

Hinn magnaði markvörður Hauka, Giedrius Morkunas er kominn í landsliðshóp LitháenHandboltasamband Litháen hefur kallað Giedrius Morkunas inn í  landsliðshóp Litháen. Giedrius hefur staðið sig mjög vel í marki Hauka sem greinilega hefur vakið áhuga landsliðsþjálfara Litháen og mun Giedrius spila með liðinu á sterku alþjóðlegu móti sem haldið verður í Kaunas í Litháen í lok maí. Í framhaldinu spilar landslið Litháen tvo leiki við Rússa um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Qatar 2015. Litháen byrjar á útileik 7. júní og eiga svo heimaleik þann 16.

Við óskum Giedriusi til hamingju með að vera kominn í hópinn og óskum honum og landsliði Litháen góðs gengis í þessum verkefnum.

Áfram Haukar!