Leikurinn verður með hefðbundnu sniði. Keppt verður í riðlum frá og með 15. september í 10 vikur. Hefst þá úrslitakeppnin sem verður 5 vikur og verður verðlaunaafhending þann 31/12 í tengslum við Viðurkenningarhátíð Hauka.
Nokkrar minniháttar breytingar eru á reglum sem eiga að gera leikinn skemmtilegri. Breytingarnar verða settar á netið á næstu dögum en reglubreytingarnar má sjá hér að neðan. Þátttaka í leiknum kostar kr. 4.000 fyrir hvert lið.
Fyrir þá sem ekki þekkja þá er ekki nauðsynlegt að kaupa raðir til að geta tekið þátt í leiknum heldur bara skila röðum inn á laugardögum. Opnunartími getrauna hjá Haukum verður frá 10:00 – 13:00 alla laugardaga í vetur en munið að ekki er nauðsynlegt að mæta á staðinn til að taka þátt í getraunaleiknum því hægt er að skila röðum á netinu á netfangið 1×2@haukar.is eða í getraunakassa í afgreiðslunni.
Verðlaun verða í betri kantinum í ár en fyrir 1. sæti verða tvö gjafabréf að verðmæti 30.000 kr. (hvort) frá Icelandair.
Við byrjum með krafti núna á laugardaginn. Klukkan rúmlega 11 fer Ólafur Jóhannesson yfir sumarið í karlaboltanum og leikinn við Víking R. (síðar um daginn þann fimmtánda) og síðan mun Aron Kristjánsson fara yfir Evrópuleikinn í handboltanum. Boðið verður uppá súpu á laugardaginn og í framhaldi af getraunum er hægt að fara á Evrópuleik í handknattleik en leikið verður við HC – Mojkovac klukkan 17:00 í Schenkerhöllinni.
Nú viljum við sjá ykkur öll og tökum þátt í skemmtilegu starfi!