Getraunir um páskana – Stórleikurinn verður sýndur á Ásvöllum

HaukarGetraunastarfið heldur áfram hjá Haukum og á morgun verður örlítil breyting á tíma, vegna þess að nú er breyttur tími í Englandi. Það verður því opnað klukkan 10:00 á morgun og hægt verður að tippa til kl: 13:00!

Eins og flestir vita er síðan stórleikur í enskaboltanum á morgun, þegar Manchester United og Chelsea mætast og verður sá leikur sýndur á Ásvöllum. Við hvetjum fólk til að mæta og horfa á leikinn þar, en sá leikur hefst klukkan 11:45.

 

Nú eru einungis þrjár tipphelgar eftir af úrslitunum og er spennan gríðarleg. 

 

Hlökkum til að sjá ykkur á morgun,

Kv. Haukagetraunir