Kæri Haukafélagi
Nú er komið að því!
Hinn árlegi og sívinsæli getraunaleikur, Haukar 1×2, hefst með skráningardegi laugardaginn 20. september 2014, kl. 10:00! Þátttökugjald er kr. 4.000 á lið.
Getraunastarfið er frábær vettvangur til að hitta félaganna yfir léttu spjalli. Það er líka mikilvægt að við tökum öll þátt í þessu frábæra starfi og eflum þannig félagið okkar til enn frekari dáða. Getraunastarfið er opið öllum.
Hópleikurinn
Leikurinn verður með sama hætti og undanfarin ár. Leikurinn er byggður upp á tveggja manna liðum og keppt er í riðlum. Hópleikurinn er ætlaður mömmum og mæðgum, pöbbum og feðgum, öfum og ömmum, vinum og vinkonum, vinnufélögum, veiðifélögum og saumaklúbbum. Með öðrum orðum öllum sem vilja taka þátt í skemmtilegum leik með skemmtilegu fólki.
Engin sérþekking er nauðsynleg og hægt að nota frjálsa aðferð í niðurröðun úrslita. Það þekkist að menn hafi náð góðum árangri með því að spá í úrslit eftir fjölda stafa í orði félags eða með því að spá því liði sigri sem er framar í stafrófinu.
Það eiga allir Haukafélagar að kunna leikinn. Leiknar verða 10 umferðir í riðlum og síðan fara tvö efstu liðin úr hverjum riðli sem og besta skor í 3ja sæti í meistaradeildina og keppa í 5 umferðum um titilinn. Aðrir fara í framrúðubikarinn.
Njótið enska boltans – getspakir geta unnið stóra vinninga og einnig verða verðlaun fyrir sigurvegara leiksins.
Opnunartími
Opnunartími getrauna verður á tímanum 10:00 til 13:00 alla laugardaga.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll í skemmtilegu getraunastarfi í vetur og að sjálfsögðu eru allir velkomnir í kaffi og spjall, óháð því hvort menn taki þátt í getraunaleikjunum.
Getraunagengi Hauka
Munið 221 er getraunanúmer Hauka!