Góugleði á Ásvöllum á morgun

HaukarHandknattleiksdeildin ætlar að efna til Góugleði á morgun laugardaginn 12. mars n.k. í veislusalnum á Ásvöllum.
Verð kr. 1.500 pr. mann með mat.
Stelpurnar eiga leik þennan dag við ÍR og á leiknum byrjar fjörið. Eftir leikinn verður salurinn niðri opnaður og þar verður tilkynnt um mann leiksins samkvæmt vali Hauka í horni. Matur hefst kl. 19.00
Þetta er gleðskapur þar sem boðið verður upp á mat og aðrar veitingar á mjög sanngjörnu verði.
Þrátt fyrir að samkvæmi þetta tengist handboltanum þá hvetjum við alla Hauka í horni til að mæta og skemmta sér í góðra vina hópi.

Vinsamlegast staðfestið þátttöku með því að senda póst á Guðjón Sigurðsson:
gudjonag@heimsnet.is

Meistaraflokksráð.