Góður sigur hjá mfl. kvenna

Haukar gerðu góða ferð í Vestubæinn í dag. Fyrr í dag fór Unglingaflokkur með sigur af hólmi gegn KR og nú fyrir ekki svo löngu siguraði meistaraflokkur kvenna KR stúlkur, 53-72.

Stelpurnar lögðu grunn að góðum sigri sínum í fyrri hálfleik en staðan var 29-47 Haukum í vil.

Haukarstelpur léku afar góðan bolta og gáfu KR-ingum aldrei tækifæri á því að minnka muninn að ráði.

Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í dag og stóðu allir sig vel.

Besti leikmaður vallarins að þessu sinni var Kristrún Sigurjónsdóttir en landsliðskonan fór á kostum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en þá skoraði hún 21 af 26 stigum sínum. Einnig tók hún 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar og var því afar nálægt þrennunni eftirsóttu.

Kristrún var stigahæst og næst henni var Helena Hólm með 11 stig.

Umfjöllun og myndir úr leiknum er á Karfan.is

Viðtal við Kristrúnu Sigurjónsdóttir um leikinn er á Karfan.is

Mynd: María Lind Sigurðardóttir í baráttunni við Sigrúnu Ámundadóttur í leiknum í dag – stefan@haukar.is