Góður sigur Hauka á Snæfell

HaukarHaukar unnu í kvöld öruggan sigur á Snæfelli í lengjubikarkeppni kvenna í körfubolta. Stelpurnar eru enn ósigraðar og hafa unnið alla leiki sína örugglega til þessa. Haukar eiga einn leik eftir í keppninni en með sigri í þeim leik munu stelpurnar spila til úrslita um Lengjubikarinn. 

Haukastelpur virtust sterkari í fyrri hálfleik en náðu ekki að hrista Snæfell af sér, leikmenn Hauka voru oft að ná góðum skotum en boltinn vildi ekki rata ofan í körfuna. Staðan í leikhlé 31 – 31. 

 

Eftir að Snæfell hafði byrjað  seinni hálfleikinn betur komust Hauka stelpur sterkar til baka drifnar áfram af Lele Hardy sem skoraði drjúgt á þessum kafla auk þess að mata samherjana á góðum sendingum. Hittni Hauka batnaði verulega í seinni hálfleik sem vannst 56-39 og leikurinn 87-70 fyrir Hauka.

 

Lele Hardy erlendi leikmaður Hauka skilaði enn og aftur flottum leik og var með trölla tvennu 33 stig, 23 fráköst, 4 stolnir og 3 stoðsendingar ekki slæmmt dagsverk. Hittni Hardy undir körfunni var þó slök í leiknum dag. Svo virðist sem Lele eigi enn nokkuð inni og verður gaman að sjá hana í vetur þegar hún hefur náð fullum styrk.

Dagbjört átti góðan leik í kvöld var með 14 stig og 6 fráköst. Þá voru þær Margrét Rósa og Gunnhildur að vanda góðar með 12 og 10 stig. 

Hér má lesa um leikinn á karfan.ismbl.is og á vísi.is