Góður sigur í fyrsta leik

Haukar hófu titilvörnina á góðum sigri á Grindavík þegar liðin mættust á Ásvöllum í gærkvöld í Iceland Express deild kvenna. Leikurinn fór 75-63 en Haukar þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum.

Mynd: stebbi@karfan.is

Jafnt var á öllum tölum nánast allan leikinn og skiptust liðina á að hafa forystuna. Frábær byrjun Hauka í upphafi fjórða leikhluta lagði grunninn að sigri þeirra en þá skoruðu Haukar tíu stig í röð og unnu að lokum 75-63.

Hjá Haukum var Heather Ezell stigahæst með 33 stig en hún tók einnig 15 fráköst. Næst henni var Ragna Margrét Brynjarsdóttir með 18 stig og Guðrún Ámundadóttir skoraði 15 stig.