Haukar unnu góðan sigur á Snæfelli í Iceland Express deild kvenna í kvöld 70-43. Haukar lögðu grunn að sigrinum í öðrum leikhluta eftir að fyrsti leikhluti var jafn og skemmtilegur. Haukar unnu annan leikhluta 20-7 og skoruðu Snæfellingar 5 stig á síðustu 35 sekúndum leikhlutans.
Mynd: stebbi@karfan.is
Heather Ezell var stigahæst Haukakvenna með 26 stig en hún tók að aukum 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var henni næst með 13 stig og 11 fráköst og Guðrún Ámundadóttir gerði 11 stig.
Henning þjálfari notaði alla sína leikmenn og komust næstum allar á blað.