Góður sigur á KR

HaukarHaukar lögðu KR í gær í Lengjubikar karla í fótbolta 2-0. Það voru þeir Björgvin Stefánsson og Marteinn Pétur Urbancic sem skorðu mörk okkar manna. Mark Björgvins kom á 86. mínútu og Marteinn Pétur innsyglaði svo sigurinn í uppbótartíma. Það má svo sannarlega segja að eftir rólega byrjun í Lengjubikarnum séu okkar menn heldur betur að taka við sér því liðið hefur nú unnið úrvalsdeildarlið Selfoss og ríkjandi Íslands- og bikarmeistara í síðustu tveim leikjum. 

Strákarnir halda í dag til Spánar í æfingaferð sem markar upphafið að lokahnykk í undirbúningi hópsins fyrir Íslandsmótið í sumar þar sem stefnan er að sjálfsögðu sett upp í úrvalsdeild.