Góður sigur á Hlíðarenda

Kiki Lund spilaði sinn fyrsta leik fyrir Hauka í gær og skoraði 15 stig- Mynd: Tomasz KolodziejskiEins og handboltastelpurnar í Haukum mættu körfuboltastelpurnar Val í gær í Vodafone-höllinni. Var þetta fyrsti leikur stelpnanna á nýju ári í Iceland Express-deildinni.

Í fyrsta leikhluta leiddu Valsstúlkur um tíma en að loknum fyrsta leikhluta voru Haukar yfir 12-13. Eftir það létu þær ekki forystuna af hendi og leiddu í hálfleik 23-37 í hálfleik og höfðu að lokum góðan 51-71 sigur.

Stigahæst hjá Haukum var Heather Ezell með 25 stig en stúlkan var með fernu í leiknum svona til að fagna nýju ári og tók einnig 15 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 10 boltum. Sannkallað afrek.

Næst stigahæst var Kiki Lund með 15 stig og þær Guðrún Ámundadóttir og Telma Fjalarsdóttir skoruðu 11 og 10 stig.

Tölfræði leiksins

Staðan í deildinni

Myndasafn á Karfan.is